Quantcast
Channel: Svava – Ljúfmeti og lekkerheit
Viewing all 545 articles
Browse latest View live

Fiskur í sweet chillí

$
0
0

Við erum dottin úr allri rútínu hér heima og hegðum okkur eins og við séum í sumarfríi, þrátt fyrir að vera ekki komin í frí. Ég hef hvorki gert vikumatseðil né vikuinnkaup í hálfan mánuð og finnst ég alltaf vera úti í búð að vandræðast með kvöldmatinn. Síðan vökum við frameftir á kvöldin, grillum, opnum rauðvín og látum eins og enginn sé morgundagurinn. Dálítið gaman þrátt fyrir örlítið þreytta morgna.

Eitt af því fáa sem heldur dampi hér heima þessa dagana er mánudagsfiskurinn. Þessi einfaldi fiskréttur var sérlega góður og er bara gerður á einni pönnu, sem hentar vel þegar maður vill halda frágangi og uppvaski í lámarki. Ég mæli með að prófa hann!

Fiskur í sweet chilí

  • 1 púrrlaukur
  • 1 rauð paprika
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 2,5 dl. rjómi
  • 0,5 dl rjómaostur
  • 1 dl sweet chilí sósa
  • 1/2 tsk chili krydd
  • 1/2 tsk chiliflögur
  • 1 kjúklingateningur
  • salt
  • 900 g þorskur eða ýsa
Hakkið laukinn og skerið paprikuna í bita. Steikið laukinn mjúkan í smjöri og bætið síðan paprikunni á pönnuna og steikið aðeins áfram. Bætið öllum öðrum hráefnum fyrir utan fiskinn á pönnuna á látið sósuna sjóða saman í nokkrar mínútur. Bætið fiskinum á pönnuna og látið sjóða saman í 5-6 mínútur. Smakkið til með salti.
Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave



Sriracha kjúklinga quesadillas

$
0
0

Þegar Svala keppti í eurovision í maí voru við með smá eurovisionpartý hér heima. Ég var sein heim úr vinnunni þann daginn, var ekki búin að undirbúa neinar veitingar og hafði ekki tíma til að standa í stórræðum í eldhúsinu. Ég ákvað því að prófa quesadillas sem ég hafði séð á Buzzfeed en þeir eru duglegir að setja inn myndbönd af einföldum og girnilegum réttum. Þessar quesadillas hafði ég verið á leiðinni að prófa og fannst þarna kjörið tækifæri til að láta verða af því.

Þetta hefði ekki getað verið einfaldara hjá mér. Í bílnum á leiðinni heim úr vinnunni heyrði ég að KFC var með tilboð á hot wings fötum þannig að ég kom við og keypti eina. Síðan keypti ég tilbúið ferskt guacamole, grillaðan kjúkling og það sem mig vantaði í quesadillurnar í Hagkaup. Hér heima átti ég salsa sósu, sýrðan rjóma og Doritos. Það tók mig enga stund að gera quesadillurnar, meðlætið fór beint í skálar og á innan við hálftíma var allt klárt. Það er óhætt að segja að quesadillurnar vöktu mikla lukku en þær kláruðust upp til agna! Í eftirrétt var ég síðan með súkkulaðimús sem ég hef gert svo oft að það nær engri átt. Við fáum ekki nóg af henni!

Sriracha kjúklinga quesadillas (uppskriftin er fyrir 8)

  • 2 bollar rifinn grillaður kjúklingur
  • 1/3 bolli sriracha (ég mæli með að byrja með helming af sósunni og smakka sig áfram)
  • 2 msk sýrður rjómi
  • 2 bollar rifinn cheddar ostur
  • 4 tsk bragðdauf olía
  • 4 stórar tortillakökur
  • 1/4 bolli hakka kóriandar

Blandið saman kjúklingi, Sriracha, sýrðum rjóma og osti. Skiptið blöndunni á tortillakökurnar þannig að þær þeki helming þeirra og brjótið hinn helminginn yfir. Hitið olíu á pönnu (eða hitið grillið) og steikið tortilluna í um 2 mínútur á hvorri hlið, eða þar til hún er orðin stökk að utan og osturinn bráðnaður inn í.

Skerið hverja tortillu í 4 sneiðar, leggið á fat og skreytið með kóriander. Berið fram með sýrðum rjóma, guacamole og/eða salsa og ostasósu. Mér þykir líka gott að hafa nachos með.

 

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave


Fljótlegur eftirréttur

$
0
0

Þegar strákarnir voru litlir bjó ég stundum til eftirrétt handa þeim sem við kölluðum spariskyr. Þetta var í algjöru uppáhaldi hjá þeim og ennþá vekur þetta lukku. Hefðbundið spariskyr er í raun bara jarðaberjaskyr hrært með þeyttum rjóma og þegar spariskyrið er komið í skál set ég smá hakkað suðusúkkulaði yfir.

Um daginn gerði ég nýja útfærslu af spariskyrinu sem vakti ekki minni lukku en sú gamla. Það eru í raun engin hlutföll í þessu heldur bara gert eftir tilfinningu. Rjómi er þeyttur og hrærður saman við vanilluskyr þannig að skyrið verði létt í sér. Oreokex er mulið og síðan er skyr og kex sett á víxl í skál eða glas. Endið á að setja kex yfir og volá!

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave


Tortillakaka

$
0
0

Sumarið virðist ekki að dekra við okkur með veðurblíðu í ár og ég verð að viðurkenna að mér þykir ágætt að vera ekki komin í sumarfrí. Þessa dagana snýst lífið aðallega um að vinna, skulta og sækja á æfingar og horfa á The Good Wife á Netflix á kvöldin (ef einhver hefur ekki séð þættina þá mæli ég hiklaust með þeim – svo góðir!). Síðan borðum við gott á hverju kvöldi, eins og þessa tortilluköku sem var stórkostlega góð. Ég bar hana fram með guacamole, sýrðum rjóma, ostasósu, salsa, nachos og salati. Þvílík veisla!

Tortillakaka (uppskrift fyrir 4-6)

  • 1 pakkning með 8 tortillum (medium stærð)
  • 500 g nautahakk
  • 1 poki tacokrydd
  • 100 g rjómaostur (mér finnst gott að nota philadelphia rjómaostinn)
  • 1 dl rjómi
  • 150 g maísbaunir
  • 1/2 krukka chunky salsa
  • salt og pipar
  • um 300 g rifinn ostur

Steikið nautahakkið og kryddið með tacokryddinu. Hrærið rjómaosti, rjóma, salsa og maísbaunum saman við og smakkið til með salti og pipar.

Smyrjið smelluform (hægt að sleppa því og raða tortillakökunum beint á ofnplötu) og setjið tvær tortillakökur í botninn á forminu. Setjið 1/3 af fyllingunni yfir og smá rifinn ost. Setjið tvær tortillur yfir og endurtakið (þannig að það verði 3 lög af fyllingu). Endið með tortillaköku efst og stráið restinni af ostinum yfir. Setjið í 200° heitann ofn í 20-25 mínútur.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave


Dásamlega mjúk banana- og súkkulaðikaka með léttu súkkulaðikremi

$
0
0

Ég veit að það mun eflaust falla í grýttan jarðveg að lofsama veðrið undanfarna daga en ég verð að viðurkenna að mér þykir þetta pínu notalegt. Sú staðreynd að ég er ekki enn byrjuð í sumarfríi hefur eflaust eitthvað með þessa jákvæðni mína gagnvart rigningu og roki að gera, en það er bara svo gott að koma heim eftir vinnu og geta lagst upp í sófa á kvöldin með góðri samvisku. Það get ég aldrei gert þegar veðrið er gott.

Ég eldaði kjötsúpu í gærkvöldi sem mér þykir vera mikill vetrarmatur og í kvöld var ég með bjúgu og uppstúf í matinn við mikinn fögnuð krakkanna. Ég man ekki hvenær ég eldaði bjúgu síðast en það var klárlega ekki um hásumar.

Það er líka upplagt í þessu veðri að baka köku til að eiga með kaffinu. Þessi dúnmjúka súkkulaði- og bananakaka með léttu súkkulaðikremi er gjörsamlega ómótstæðileg! Sem betur fer þá vill hún klárast fljótt því ég get ekki vitað af henni í friði inn í eldhúsi. Súpergóð!!

Banana- og súkkulaðikaka – uppskrift úr Hemmets Journal

  • 150 g smjör
  • 1 ½ dl rjómi
  • 1 þroskaður banani
  • 3 egg
  • 3 dl sykur
  • 1 msk vanillusykur
  • 1 dl kakó
  • 2 tsk lyftiduft
  • 4 dl hveiti

Krem

  • 100 g suðusúkkulaði
  • 150 g mjúkt smjör
  • ½ dl kakó
  • 1 msk vanillusykur
  • 2 dl flórsykur

Skraut

  • 1-2 dl kókosmjöl

Hitið ofninní 175°.

Bræðið smjörið og blandið því saman við rjómann. Stappið bananann og hrærið honum saman við rjómablönduna. Þeytið egg, sykur og vanillusykur þar til blandan verður ljós og létt. Blandið þurrefnunum saman við eggjablönduna og blandið að lokum rjómablöndunni varlega saman við. Setjið deigið í skúffukökuform (um 25 x 35 cm) og bakið í neðri hluta ofnsins í 20-25 mínútur. Látið kökuna kólna áður en kremið er sett á.

Krem: Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Látið kólna aðeins. Hrærið súkkulaðinu saman við smjörið. Bætið kakó, vanillusykri og flórsykri saman við og hrærið saman þar til kremið er orðið mjúkt og létt í sér. Setjið yfir kökuna og stráið kókosmjöli yfir.

 

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

 

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave


Steiktur fiskur í ofni

$
0
0

Það er alltaf vinsælt hjá krökkunum þegar ég er með soðinn eða steiktan fisk í matinn. Mér hefur þó alltaf þótt leiðinlegt að steikja fisk og í raun forðast það. Það breyttist þó snögglega eftir að ég sá Sólrúnu Diego elda steiktan fisk í ofni og ég hef ekki steikt fisk á annan hátt síðan. Þetta er frábær aðferð, engin bræla sem fylgir eldamenskunni og fiskurinn verður fullkominn í hvert einasta skipti!

Ég vil helst hafa hrásalat, soðnar kartöflur og hvítlaukssósu (og lauksmjörið) með steiktum fiski en krakkarnir eru sólgnir í soðnar gulrætur með honum.

Steiktur fiskur

  • íslenskt smjör (ekki spara það!)
  • ýsa eða þorskur í raspi
  • 1-2 laukar

Hitið ofninn í 200°. Skerið laukinn í þunna báta. Setjið smjör í bitum og lauk í botninn á eldföstu móti, raðið fiskinum yfir og setjið smjörklípur yfir fiskinn. Inn í ofn í 20 mínútur og málið er dautt! (Sólrún setur á grillstillinguna síðustu mínúturnar en ég hef sleppt því).

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave


Einfaldasti eftirréttur sumarins!

$
0
0

Ég má til með að benda á þennan ofureinfalda eftirrétt sem passar svo vel á sumrin.

Setjið sorbet í glas og hellið prosecco yfir.

Berið fram og sláið í gegn!

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave


Rabbabarabaka með vanillu

$
0
0

Ég er loksins komin í frí og ætla að eyða næstu vikum í afslöppun hér á Balí. Við komum hingað í hádeginu á föstudaginn og ég hef nánast verið sofandi síðan við lögðum af stað frá Keflavík. Ég svaf öll flugin, var sofnuð kl. 20 á föstudagskvöldinu og svaf alla nóttina án þess að rumska. Eftir morgunverðinn fórum við niður á strönd (hótelið okkar er á ströndinni) og þar sofnaði ég aftur. Seinni partinn settumst við í setustofuna við móttökuna og það var svo notalegt að sitja þar í sófanum í skugganum að ég sofnaði aftur. Nú er ég hins vegar að súpa seyðið af öllum þessum svefni og sit hér glaðvakandi við tölvuna kl. 3 um nóttu, með svalahurðina opna upp á gátt og hlusta á fuglasönginn sem berst inn til okkar. Á milli þess sem ég hef sofið hef ég náð að klára tvær bækur síðan ég kom hingað og hlakka til að byrja á þeirri þriðju þegar sólin kemur upp.

Við ætlum að eyða fyrstu nóttunum hér í Nusa Dua en förum síðan á þriðjudaginn til Ubud. Hér er sláandi fallegt, herbergið okkar er með einu besta rúmi sem við höfum sofið í og maturinn er svo góður að það nær engri átt. Morgunverðarhlaðborðið á hótelinu okkar er svakalegt, með öllu því sem hugurinn girnist. Ég hef aldrei séð annað eins. Nýbökuð brauð, álegg, eggjahrærur gerðar eftir óskum, beikon, pylsur, núðlur, steikt kínversk hrísgrjón, núðlusúpur, sushi, pönnukökur með súkkulaðisósu, belgískar vöfflur með sýrópi og berjum, ávaxtabar… úrvalið er endalaust! Ég get varla beðið eftir að klukkan slái sjö og mun eflaust hanga á húninum þegar þeir opna.

 

Í gærkvöldi borðuðum við á veitingastað hér í Nusa Dua sem heitir Kayiputi. Þar fengum við rækjuforrétt, æðislega nautasteik með grænmeti og kartöflumús með truffluolíu í aðalrétt og súkkulaðiköku sem var hjúpuð með súkkulaðimús og toppuð með súkkulaðiís í eftirrétt. Hrein dásemd! Ég setti myndir á Insta stories og ætla að reyna að vera dugleg að uppfæra þar á þessu ferðalagi mínu.

Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek tölvuna með mér í frí og hef hugsað mér að blogga á meðan ég er hérna. Ég er nefnilega með svo mikið af uppskriftum sem eiga eftir að rata hingað inn að mér fannst upplagt að nýta tækifærið á meðan ég er hér að dunda mér við bloggið. Fyrsta uppskriftin héðan er svo sannarlega ekki framandi heldur ljúffeng rababarabaka sem passar vel núna þegar allir garðar eru að springa úr rababörum. Ég bauð upp á bökuna kvöldið áður en við lögðum af stað hingað út, í tilefni af afmæli mömmu. Með bökunni bar ég fram heimagerða vanillusósu (skal setja uppskriftina inn fljótlega) en vanilluís eða rjómi fara líka vel með henni.

Rabbabarabaka með vanillu

  • 3 rababarar (ca 30 cm að lengd)
  • 1 dl sykur
  • 2 tsk vanillusykur
  • 1 tsk kartöflumjöl

Deig

  • 2 dl hveiti
  • 1 dl haframjöl
  • 4 tsk sykur
  • 150 g smjör
  • 1 tsk vanillusykur
  • sýróp (ég notaði ljóst sýróp sem kemur í brúsum, mjög þægilegt að sprauta beint úr flöskunni yfir bökuna)

Hitið ofninn í 200°. Skerið rababarann í ca 1 cm stóra bita. Smyrjið eldfast mót með smjöri og setjið rababarann í botninn á mótinu. Blandið sykri, vanillusykri og kartöflumjöli saman og stráið yfir rababarann.

Degið: Setjið hveiti, haframjöl, sykur, vanillusykur og smjör í skál og vinni saman þar til það myndast gróf mylsna. Dreifið henni yfir rababarana og endið á að láta sýróp í mjórri bunu yfir bökuna (það á ekki að þekja hana alla). Bakið í um 25 mínútur, eða þar til bakan hefur fengið gylltan lit og rababarinn er orðinn mjúkur.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave



Heimagerð vanillusósa sem fullkomnar allar sætar bökur

$
0
0

Í dag var planið að færa okkur til Ubud en aðstæður breyttust og við erum búin að framlengja dvölinni hér í Nusa Dua um óákveðinn tíma. Hótelið okkar hér er æðislegt og umhverfið svo afslappandi að það nær engri átt.

Það eru nokkrir veitingastaðir hér á hótelinu og þeir eru hver öðrum betri. Í gærkvöldi fékk ég snakk með mismunandi ídýfum í forrétt (brjálæðislega gott!) og karrýkjúkling í aðalrétt.

Síðan þykir mér ósköp notalegt að sitja í skugganum með bók á meðan mesti hitinn er. Ég fer í gegnum bók á dag hérna og það kom sér vel að við millilentum í Stokkhólmi á leiðinni hingað, þar sem ég komst í bókabúð á flugvellinum.

Ég lofaði uppskrift af vanillusósunni sem ég bar fram með rababarabökunni sem ég setti inn um daginn. Í Svíþjóð er algengt að bera vanillusósu fram með sætum bökum en það fer lítið fyrir því á Íslandi. Þessi uppskrift er bæði einföld og góð, og lítið mál að þeyta sósuna upp til að fá léttari áferð á hana. Ég mæli með að prófa!

Vanillusósa

  • 2 eggjarauður
  • 1 msk sykur
  • 1 msk kartöflumjöl
  • 4 dl rjómi
  • 1 msk vanillusykur

Setjið allt nema vanillusykurinn í pott. Látið suðuna koma upp við miðlungsháann hita. Látið sósuna sjóða þar til hún hefur þykknað og passið að hræra stöðugt í pottinum á meðan. Takið pottinn af hitanum og hrærið vanillusykri saman við. Látið kólna.

Berið vanillusósuna fram eins og hún er eða þeytið hana upp með handþeytara til að fá léttari áferð.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave


Rjómasoðið hvítkál með parmesan

$
0
0

Það átti nú ekki að líða svona langt milli færslna en lífið er stundum ófyrirsjáanlegt. Hannes veiktist fljótlega eftir að við komum hingað út og lenti inn á spítala, sem setti strik í plönin hjá okkur. Hann hefur aldrei áður verið á spítala en fær aldeilis að kynnast því hér. Hann er sem betur fer á batavegi og verður vonandi útskrifaður af spítalanum fyrir helgi. Ég hef því verið ein að þvælast hér um á Balí og er núna stödd í Seminyak í góðu yfirlæti á Double-Six hótelinu, þar sem ég bý í 80 fm herbergi með minn eigin butler sem sér meira að segja um að taka upp úr töskunum fyrir mig. Lúxus!

Seminyak er öðruvísi en ég átti von á. Hér er umferðin gjörsamlega galin og það getur tekið hátt í 90 mínútur að fara með leigubíl þá 8 km sem eru frá hótelinu yfir á spítalann. Ég mun aldrei aftur kvarta undan föstudagsumferðinni heima! Flestir ferðast um á vespum og rafmagnsstaurarnir eru vel nýttir.

Það er afslappandi að rölta eftir ströndinni hérna en ég mun þó seint eyða dögunum í sólbaði þar. Í Nusa Dua var ströndin gjörólík ströndinni hér. Þar var meiri ró og þá lagðist ég gjarnan þar með bókina mína snemma í morgunsárið eða undir lok dags og fylgdist með deginum byrja eða sólinni setjast.

Það er ítalskur veitingastaður hér á hótelinu sem ég er búin að borða á undanfarin kvöld. Ég er búin að fá mig fullsadda af pastaréttum og mun eflaust ekki elda pasta heima í bráð. Hakk og spaghetti er eflaust vinsæll hversdagsréttur á fleiri heimilum en mínu (og ef þið hafið ekki prufað þessa uppskrift þá mæli ég með því!) en fyrir þá sem vilja breyta til og jafnvel hvíla sig á pastanu þá er rjómasoðið hvítkál með parmesan æðislega gott með kjötsósunni. Bragðmeira en spaghetti og skemmtileg tilbreyting!

Rjómasoðið hvítkál með parmesan (uppskriftin er fyrir ca 4)

  • 1 lítill hvítkálshaus
  • 3 dl rjómi
  • 1 dl parmesan
  • salt og pipar

Mýkið hvítkálið í smjöri á pönnu. Hellið rjóma og parmesanosti yfir og látið sjóða saman við vægan hita þar til blandan hefur þykknað og hvítkálið er orðið mjúkt. Smakkið til með salti og pipar.

 

 

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave


Tacos með tælenskum kjúklingi, avokadó og kasjúhnetum

$
0
0
 

Í gærkvöldi bókaði ég gistingu í Ubud og við Hannes komum hingað seinnipartinn í dag. Hann er núna útskrifaður af spítalanum, þvílíkur léttir! Við borðuðum hér á hótelinu okkar í kvöld og fengum æðislegan mat, sushi og nautakjöt. Svo ólýsanlega gott, bæði maturinn og að vera komin hingað saman. Þeir sem vilja geta fylgt mér á Instagram, þar set ég í Insta stories.

Ég er svo rugluð í dögunum hérna, þeir renna allir saman og það er enginn munur á mánudegi og laugardegi. Ég þurfti því að hugsa eftir til að átta mig á að það er föstudagur í dag og helgi framundan! Það er aldeilis við hæfi að setja þessa uppskrift inn fyrir helgina því þetta er fullkominn helgarmatur sem vekur lukku hjá öllum.

Tacos er jú bara svo gott og þessi útfærsla er æðisleg tilbreyting frá hinu hefðbundna tacos. Kjúklingurinn er svo bragðgóður og með hnetunum, avokadó, kóriander og sýrðum rjóma verður rétturinn ómótstæðilegur.

Mér þykir gott að þurrsteikja kasjúnhetur (og furuhnetur þegar ég er með þær) og hella síðan smá soja- eða tamarinsósu yfir þær í lokin þannig að sósan festist á hnetunum. Þetta poppar öll salöt upp og líka frábært snarl. Hér gerði ég þetta við hneturnar en rétturinn er góður þó því sé sleppt.

Ég tvöfaldaði uppskriftina fyrir okkur 5 og það kláraðist allt. Þetta var bara svo gott að það var ekki hægt að hætta að borða!

Tacos með tælenskum kjúklingi (uppskrift fyrir 3-4)

  • 2 kjúklingabringur
  • 1 kjúklingateningur (kraftur)
  • 1 líter vatn

Marinering

  • 1/2 dl appelsínudjús
  • 1/2 dl Hoisin sósa
  • 1 tsk hunang
  • 1 kjúklingateningur (kraftur)
  • 1 tsk hvítvínsedik
  • 1/2 chillí, hakkað (hafið fræin með ef þið viljið hafa sterkt, sleppið þeim annars)
  • 1 msk sojasósa
  • 1/2 lime

Meðlæti

  • laukur
  • paprika
  • tortillur
  • ferskt kóriander
  • avokadó
  • vorlaukur
  • kasjúhnetur (gott að þurrsteikja þær og hella síðan smá sojasósu yfir undir lokin)
  • sýrður rjómi

Byrjið á að setja vatn í pott og láta suðuna koma upp. Bætið kjúklingateningi og kjúklingabringum í pottinn og látið sjóða við vægan hita í 15 mínútur. Á meðan kjúklingurinn sýður er marineringin útbúin. Hrærið öllum hráefnunum í marineringuna saman. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er hann rifinn niður og settur út í marineringuna.

Skerið lauk og papriku í strimla. Hitið olíu á pönnu og steikið þar til mjúkt og laukurinn hefur fengið smá lit, það tekur um 8-10 mínútur (passið að hafa ekki of háan hita). Takið af pönnunni og leggið til hliðar. Steikið kjúklinginn á sömu pönnu (óþarfi að þrífa hana á milli) þar til marineringin er orðin þykk og klístruð.

Hitið tortillurnar örlítið og berið fram með kjúklingnum, grænmetinu, kóriander, vorlauk, avokadó, kasjúhnetum og sýrðum rjóma.

 

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave


Heima!

$
0
0

Við erum komin heim eftir ævintýralega ferð til Balí. Ferð sem fór allt öðruvísi en við höfðum planað en fór sem betur fer vel á endanum.

Eftir að hafa dvalið bæði í Nusa Dua og Seminyak enduðum við í Ubud. Ubud stendur klárlega upp úr og ef ég fer aftur mun ég eyða öllum tímanum þar. Seminyak heillaði mig ekki en hótelið sem ég var á þar var þó mjög gott. Ströndin í Nusa Dua er æðisleg og hótelið sem við vorum á var frábært og með besta hótelmorgunmat sem ég hef smakkað. Ubud stendur þó upp úr, andrúmsloftið þar er yndislegt og við erum svo ánægð með að hafa endað ferðina þar.

Það hefur aldrei verið jafn gott að koma heim eins og núna. Að hitta krakkana aftur eftir mánaðarfjarveru var dásamlegt. Ég elska haustin, þegar allt fer í gang eftir sumarfrí. Besti árstíminn!

Ég ætla ekki að setja inn uppskrift núna heldur langaði mig bara til að kíkja aðeins inn með nokkrum myndum úr ferðinni. Ég er með svo mikið af myndum að ég mun eflaust aldrei ná að fara í gegnum þær.

Í Ubud byrjaði ég alla daga á nuddstofunni og fór upp í 3 meðferðir á dag þar. Ég prófaði nýtt nudd á hverjum degi (stundum tvö á dag!), fór í handsnyrtingu, fótsnyrtingu og dekurmeðferð fyrir hárið. Öll nudd byrja og enda á tebolla og eftir nuddið er einnig boðið upp á papaya spjót. Dásemd!

Byggingarvinna í hverfinu. Allir hjálpast að og vinnuvélar eru óþafar!

Það var æðislegur sushistaður á hótelinu okkar við enduðum á að borða þar nokkrum sinnum. Fyrir 8 bita borguðum við 400 krónur. Við borðuðum á okkur gat í hvert einasta sinn. Á kvöldin voru þeir með lifandi jazztónlist og kokteilarnir voru frábærir.

Við hliðina á hótelinu okkar var hamborgarastaðurinn. Fyrsti hamborgarastaðurinn í Ubud og einn sá mest sjarmerandi sem ég hef séð.

Við fórum í Monkey Forest og vorum næstum rænd af apa. Hef aldrei lent í því áður…

Ég fór í jóga í fallegastu jógastöð sem ég hef á ævinni séð. Ég hefði viljað framlengja ferðinni til þess eins að geta byrjað fleiri daga þar. Síðasta daginn okkar í Ubud reif ég mig upp eldsnemma, fór í sunrise yoga og síðan beint yfir á snyrtistofuna í fjögurra handa nudd. Lúxus!

Gönguleiðin að jógastöðinni var bæði skreytt með listaverkum og fallegu útsýni.

Við skoðuðum hrísgrjónaakrana í Telangalang. Svo fallegir!!

Þessi mynd drepur mig! En sjáið útsýnið! Ég veit ekki hvað gerðist því það var blanka logn en þegar ég stóð þarna fauk kjóllinn minn upp og aumingja ferðamennirnir sem stóðu þarna fyrir neðan að dást að útsýninu fengu heldur betur annað útsýni en þeir höfðu hugsað sér!

Við fórum í Holy Water Temple. Mér fannst magnað að koma þangað.

Og fórum í kaffismökkum við stórkostlegt útsýni. Þessi ferð mun seint gleymast og mig dreymir um að fara aftur og taka krakkana með. Þau myndu þrífast eins og fiskar í vatni þarna! Ubud er yndisleg og ef einhver er að velta ferð þangað fyrir sér þá mæli ég með þessari stórgóðu grein hennar Tobbu Marinós. Við prófuðum flesta veitingastaðina sem hún mælir með og vorum alsæl!

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave


Vikumatseðill

$
0
0

Nú þegar sumarið er að syngja sitt síðasta og haustrútínan að hefjast þykir mér upplagt að setja inn tillögu að vikumatseðli. Ég fór yfir bæði ísskápinn og frystinn hjá mér áðan og planaði vikuna út frá því sem var til þar. Á eftir ætla ég síðan að gera vikuinnkaupin. Ég veitt fátt betra en þegar búið er að fylla vel á ísskápinn og það er til nægur matur fyrir vikuna. Það er svo mikill lúxus að geta bara brunað beint heim eftir vinnu, sérstaklega þar sem ég er yfirleitt að skutla og sækja á æfingar seinni partana. Það yrði ansi mikið span að þurfa líka að versla inn þá!

Mánudagur: Mexíkófiskur

Þriðjudagur: Gúllassúpa með nautahakki

Miðvikudagur: Quiche Lorraine

Fimmtudagur: Pulsu- og makkarónuskúffa

Föstudagur: Kjúklingaborgari með extra allt!

Með helgarkaffinu: Sítrónukaka með kókos

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

SaveSave

SaveSave

SaveSave


Hakkabuff með karamelluseruðum lauki og rjómasósu

$
0
0

Í dag var fyrsti vinnudagurinn minn eftir sumarfrí og lífið því dottið aftur í sína eðlilegu rútínu. Eins og mér þykir æðislegt að vera í fríi þá finnst mér alltaf jafn gaman þegar allt hefst að nýju eftir sumarið. Hversdagsrútínan er notaleg!

Mér þykir svona heimilismatur alveg hreint dásamlega góður og sérstaklega núna þegar það eru nýjar kartöflur í búðunum. Við létum okkur nægja að bera hann bara fram með nýjum kartöflum og sultu en bæði hrásalat og ferskt salat fer auðvitað stórvel með.

Hakkabuff með karamelluseruðum lauki og rjómasósu (uppskrift fyrir 4)

  • 600 g nautahakk
  • 1/2 dl brauðrasp
  • 1/2 dl rjómi
  • 1 dl mjólk
  • 1 egg
  • 1 laukur
  • 2 tsk salt
  • svartur pipar
  • 1 tsk sykur

Blandið rjóma, mjólk og brauðraspi saman í skál og látið standa í 5 mínútur. Setjið hakkaðan lauk, egg, salt, sykur og pipar saman við og notið töfrastaf til að blanda öllu saman. Setjið að lokum nautahakkið saman við og blandið öllu vel saman. Mótið buff og steikið upp úr vel af smjöri.

Karamelluseraður laukur

  • 3 gulir laukar
  • salt
  • sykur
  • pipar
  • smjör

Skerið laukinn þunnt niður. Bræðið smjör á pönnu og setjið laukinn á. Steikið við miðlungshita (passið að hafa hitann ekki of háann), laukurinn á að mýkjast og fá smá lit. Hrærið annað slagið í lauknum. Setjið salt, sykur og pipar eftir smek undir lokin og látið laukinn karamelluserast.

Rjómasósa

  • steikingakraftur frá hakkabuffinu
  • 2 dl rjómi
  • 2 dl sýrður rjómi
  • 1-2 grænmetisteningar
  • salt og pipar
  • sojasósa
  • maizena til að þykkja.

Blandið öllu saman í pott og látið sjóða saman. Smakkið til! Endið á að þykkja með maizena eftir smekk.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave


Núðlur með kjúklingi í tælenskri hnetusósu

$
0
0

Á morgun er föstudagur og helgarfríið því rétt handan við hornið. Þó að þessi fyrsta vinnuvika eftir sumarfrí hefur flogið frá mér þykir mér ósköp notaleg tilhugsun að geta sofið út og slappað af yfir helgina. Við erum ekki með nein plön og því vonandi róleg helgi framundan.

Ég hef hugsað mér að elda þessa núðlusúpu annað kvöld en ætla hins vegar að gefa ykkur uppskrift af æðislegum núðlurétti núna, sem mér þykir passa vel sem helgarmatur. Sósan er svo góð að það væri nánast hægt að bera hana eintóma fram með skeið og segja gjörið svo vel!

Núðlur með kjúklingi í tælenskri hnetusósu

  • 700 g úrbeinuð kjúklingalæri
  • 1 dós kókosmjólk (400 ml)
  • 3 tsk rautt tælenskt karrýpaste
  • 3 msk hnetusmjör
  • 1 msk fiskisósa
  • 1-2 klípur maldonsalt
  • 1 kjúklingateningur
  • 1-2 tsk sykur
  • safi úr 1 lime
  • 400 g hrísgrónanúðlur (400 g)
  • vorlaukur, skorinn í sneiðar
  • salthnetur, hakkaðar
  • kóriander
  • auka lime

Hitið vatn að suðu í rúmgóðum potti og setjið kjúklinginn í sjóðandi vatnið. Látið kjúklinginn sjóða við vægan hita í 13 mínútur.

Sjóðið núðlurnar í öðrum potti, samkvæmt leiðbeiningum.

Á meðan kjúklingurinn sýður er sósan undirbúin. Hrærið saman kókosmjólk, rautt karrýpaste, hnetusmjör, fiskisósu og safa úr einu lime í skál og leggið til hliðar.

Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er hann tekinn úr pottinum og skorinn í bita. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn léttilega. Hellið sósunni yfir, bætið kjúklingateningi og sykri úr í. Látið sjóða aðeins saman og smakkið til með maldonsalti.

Setjið núðlur í botninn á skál og hellið kjúklingnum með sósu yfir. Berið fram með hökkuðum salthnetum, vorlauk, kóriander og limesneiðum.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave



Carnitas

$
0
0

Þegar við flugum til Balí millilentum við í Stokkhólmi þar sem ég byrgði mig upp af tímaritum og sælgæti fyrir 13 tíma flugið sem beið okkar yfir til Singapore. Í einu tímaritanna, Family Living, leyndust nokkrar mexíkóskar uppskriftir sem mér leist vel á og reif úr blaðinu.

Í gærkvöldi prófaði ég fyrstu uppskriftina og þeir sem fylgja mér á Instagram gátu séð myndir af herlegheitunum í Instastory. Eldamennskan var svo einföld að ég nýtti tækifærið og eldaði kjúklingasúpu í leiðinni til að eiga í kvöld. Gunnar var að keppa yfir kvöldmatartímann, í grenjandi rigningu, og það var dásamlegt að koma heim eftir leikinn og þurfa bara að hita súpuna upp.

Ég held að það sé sama hvaða mexíkóska rétt ég býð upp á hér heima, þeir slá alltaf í gegn. Þessi réttur var engin undantekning. Ég bar kjötið bæði fram með litlum tortillakökum og stökkum skeljum og í meðlæti var ég með kál, papriku, rauðlauk, gúrku, avokadó, salsa, sýrðan rjóma og svart Doritos. Súpergott!

Carnitas (uppskrift fyrir 5)

  • 1 kg beinlaus grísahnakki
  • 1 ½ gulur laukur
  • 4 hvítlauksrif
  • 1 rautt chillí
  • 2 tsk salt
  • smá pipar úr kvörn
  • safi úr einni appelsínu
  • 175 ml bbq-sósa
  • 3/4 líter Coca-Cola
  • 1/2 líter vatn (ég setti bara 1/4 líter)

Skerið kjötið í 2 cm bita. Afhýðið lauk og hvítlauk og skerið gróft niður. Fjarlægið fræin (ef þið viljið ekki hafa réttinn sterkann, látið þau annars vera með) og fínhakkið chillíið. Setjið öll hráefnin í pott (þykkbotna ef hann er til) og látið sjóða við vægan hita í 3-4 klst. Hrærið annað slagið í pottinum. Undir lokin ætti allur vökvi að vera orðinn þykkur á kjötinu. Rífið kjötið niður með tveim göfflum og berið fram.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

 

SaveSave

SaveSave


Besta aðferðin til að elda nautalund!

$
0
0

Síðastliðinn vetur lærði ég skothelda eldunaraðferð á nautalund og ég hef ekki eldað hana á annan hátt síðan. Ég get lofað að lundin verður fullkomin í hvert einasta sinn!

Þar sem þetta er svo einfalt hef ég boðið upp á naut og bearnaise í flestum matarboðum sem ég hef haldið þetta árið.  Ég er komin á þann tímapunkt að ég neyðist að finna mér nýjan go-to rétt því ég er nokkuð viss um að ég sé komin hringinn og búin að bjóða öllum upp á þetta.

Ég hef boðið upp á ýmiskonar meðlæti með kjötinu en þetta kartöflugratín er frábært með og mjög þægilegt því hægt er að undirbúa það með góðum fyrirvara. Stundum hef ég líka bara djúpsteikt franskar með eða grillað bökunarkartöflu. Ég hef alltaf bernaise sósu með nautalundinni og hér er æðisleg uppskrift en ef ég á að vera hreinskilin þá hef ég oft rennt við á Askinum og keypt sósuna þar (hún kostar sitt en er góð).

Eldunaraðferðin er súpereinföld. Byrjið á að krydda nautalundina með pipar og vefjið hana síðan þétt í plastfilmu, þannig að filman fari amk fimmföld utan um lundina.  Setið lundina þar á eftir inn í 65° heitann ofn í 2 klst. Takið lundina út, saltið hana og brúnið snögglega á heitri pönnu eða grilli. Látið lundina hvíla aðeins áður en hún er skorin og borin fram.

 

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í


Þeytt brúnað smjör

$
0
0

Ég sýndi í stories á Instagram í síðustu viku hvernig þeytt brúnað smjör er gert (svo einfalt!) en það er auðvitað best að setja aðferðina líka hingað inn svo hægt sé að fletta henni upp. Mér þykir þeytt smjör svo brjálæðislega gott og þarf alltaf að passa að borða mig ekki sadda af brauði með þeyttu smjöri þegar ég fer út að borða og það kemur brauð með góðu smjöri á borðið fyrir matinn.

Það er ofureinfalt að útbúa þetta góða smjör til og það geymist vel í loftþéttri krukku við stofuhita. Smjörið er einfaldlega gert þannig að saltlausu smjöri (þetta í grænu umbúðunum) er skipt til helminga. Annar helmingurinn er bræddur í þykkbotna potti yfir miðlungshita þar til það byrjar að brúnast. Þegar smjörið er orðið fallega gyllt, kominn góður hnetuilmur af því, brúnir flekkir farnir að myndast á yfirborðinu og froða komin yfir allt þá er slökkt á hellunni og potturinn tekinn af. Látið smjörið kólna við stofuhita, helst yfir nótt. Geymið hinn helming smjörsins líka við stofuhita. Þegar brúnaða smjörið hefur kólnað (það mun hafa fljótandi áferð þrátt fyrir að hafa náð stofuhita) eru bæði smjörin sett saman í hrærivél og þeytt í um 10 mínútur. Þá er smjörið orðið loftmikið, ljóst og fallegt. Saltið með góðu sjávarsalti eða berið saltið fram með smjörinu þannig að hver og einn getur stjórnað saltmagninu sjálfur.

Smjörið er æðislegt með nýbökuðu brauði, eins og t.d. New York Times brauðinu góða.

 

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

 


Hvítlauksbrauðstangir

$
0
0

Það hljóta allir að kannast við að langa í eitthvað gott en vita ekki hvað það á að vera. Að finnast ekkert vera til en nenna ekki út í búð. Svo ekki sé minnst á sísvanga unglinga sem virðast botnlausir þegar kemur að mat. Ég passa að eiga alltaf hafragraut í pokum til að hita í örbylgjuofni (við sjóðum vatn í hraðsuðukatli og hellum yfir grautinn í staðin fyrir að hita hann í örbylgjuofni, blöndum svo trönuberjum og kanil saman við), skyr, flatkökur, ávexti og orkustykki (hér er t.d. góð uppskrift af hafrastykkjum). Síðan koma dagar þar sem þetta dugar engan vegin til að svala þörfinni og þá eru góð ráð dýr. Ein stórgóð redding eru hvítlauksbrauðstangir. Það tekur enga stund að útbúa þær og það er einfalt að eiga hráefnin heima því þau geymast vel. Þær eru auðvitað frábært meðlæti með pizzum en duga líka vel einar og sér. Það má síðan poppa brauðstangirnar upp með góðri sósu, t.d. pizzasósu, piparostasósu eða jalapenosósu. Súpergott!

Hvítlauksbrauðstangir (uppskrift frá Sugarapron)

  • tilbúið pizzadeig
  • 1 msk smjör, brætt
  • 1 hvítlauksrif, fínhakkað
  • 1/2 bolli rifinn mozzarella
  • 1 msk parmesan
  • 1 msk þurrkuð basilika
  • salt og pipar eftir smekk

Hitið ofn í 220°. Hrærið brætt smjör og hvítlauk saman í skál og penslið yfir pizzabotninn. Stráið osti og kryddum yfir botninn. Skerið pizzabotninn í stangir en takið þær ekki í sundur. Bakið í 10-12 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað og fengið fallegan lit. Skerið aftur í brauðstangirnar til að taka þær í sundur. Berið heitar fram eins og þær eru eða með sósu að eigin vali.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

 

 

 


Dutch Baby

$
0
0

Gunnar tók sig til eftir leik um daginn og bjó til Dutch Baby. Hann hefur eflaust verið svangur og legið lífið á að koma matnum á borðið því ég sé að hann er enn í keppnistreyjunni við baksturinn. Þetta vakti slíka lukku að það var barist um síðustu bitana. Megahittari!!

Dutch Baby – uppskrift fyrir 2-3

  • 3 stór egg
  • 2/3 bolli nýmjólk
  • 2 msk sykur
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk vanilludropar
  • 1/2 bolli hveiti
  • 1 msk smjör
  • Tillögur að meðlæti: flórsykur, hlynsýróp, fersk ber, Nutella, sítrónusafi eða smjör.

Hitið 25 cm steypujárnspönnu (eða eldfast mót) miðjan ofn og hitið í 230°.

Setjið eggin í rúmgóða skál og hrærið þar til þau eru létt og ljós, um 2 mínútur. Bætið mjólk, sykri, salti og vanilludropum saman við og hrærið saman. Sigtið hveiti út í blönduna og hrærið þar til hefur blandast saman (passið að hræra ekki of lengi). Látið deigið standa í 5-10 mínútur.

Takið pönnuna varlega úr ofninum, setjið smjörið í hana og látið bráðna. Hallið pönnunni til hliðanna svo smjörið dreifist um hana. Hellið deiginu í heita pönnuna og setjið hana aftur í ofninn (passið að loka ofninum snögglega svo að ofninn missi sem minnstan hita við þetta). Bakið í 15 mínútur eða þar til hliðarnar hafa blásið upp og pönnukakan er orðin fallega gyllt á litinn. Takið úr ofninum, stráið smá flórsykri yfir og berið strax fram.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í


Viewing all 545 articles
Browse latest View live